NEW IN X LEATHER
- annalindpals
- Oct 14, 2015
- 1 min read
Keypti mér svona fínt rúskinn um daginn en hafði ekki ákveðið í hvað ég ætlaði að nota það. Fannst haustfríið mitt fullkominn tími til að gera mér nýjan bol! Tók enga stund og er mjög sátt með útkommuna! Bolurinn er vínrauður að framan með leður á öxlunum og er úr svörtu ullar efni að aftan. Hann verður algjör snilld í vetur þar sem hann er bæði úr leðri og ull og verður mér því ekki kallt í honum! Hann er líka hinn fullkomnu bolur þar sem ég get verið í honum bæði í skólanum og svo ef ég er að fara eitthvað út á lífið! Skelli mér bara í fínni buxur og græja mig kannski aðeins betur fyrir svoleiðis tilefni.








Comments