BIG NEWS
- annalindpals
- Jan 21, 2016
- 2 min read
Síðasta föstudag, 15. janúar, byrjaði skóladagurinn ósköp venjulega. Föstudagar eru teiknidagar svo það er alltaf voða rólegt hjá okkur þá. Allir að dunda sér og ekkert stress. Við sátum saman í matsalnum að borða hádegismat þegar einn kennarana lætur okkur vita að það sé kampavín eftir 5 mínútur inn í stofu. Ég geri mér grein fyrir því að ég sé í fínum einkaskóla en það þýðir ekki að það sé alltaf kampavín á föstudögum. Það væri mjög gaman að byrja nokkrar helgar á ári á kampavínsglasi í hádeginu en lífið er kannski ekki alveg svo ljúft. Það standa allir inn í stofu, 1. og 2. árs nemendur, og bíða eftir þessum stóru fréttum. Kennarinn segir okkur þá að þau væru búin að bíða eftir svari og voru búin að reyna að fá þetta í gegn í einhvern tíma en að skólanum hefði verið breytt úr 2 árum í 3 ár! Ég held það hafi bókstaflega ekki ein manneskja trúað henni til að byrja með. En það er semsagt búið að bæta við þessu 3 ári sem val ár til að fá bachelor gráðu. Fyrstu 2 árin verða eins og þau hafa alltaf verið og við útskrifumst með diplomu. 3 árið er svo í raun framhalds nám og 2 eða 3 mánuðir af því fara í internship. Sem er geggjað. Þetta er mjög spennandi og ég held ég sé alveg pottþétt á því að taka þetta ár þar sem planið var hvort sem er að búa enn í danmörku þar sem Örninn verður enn í námi þá. Það eru allir í skólanum rosa spenntir og ætla lang flestir að taka síðasta árið, allavega eins og er þá er það planið.
Comments