I'M BACK
- annalindpals
- Feb 5, 2016
- 2 min read
Ég er búin að vera sjúkelga ódugleg að blogga árið 2016. En á þessu ári hefur mér tekist að verða veik tvisvar og það liðu aðeins 4 dagar á milli!! Það mætti segja að ég hafi slegið met í að liggja upp í rúmi og gera ekki neitt.
Ótrúlega leiðinlegt að ég var veik síðustu viku fyrsta saumaverkefnis þessa árs og gat því ekki klárað og missti af kynningunum. En fyrsta verkefni ársins var The white shirt. Eða með öðrum orðum þá var fyrsta verkefnið hvít herra skyrta og einu skilirðin voru að hún þyrfti að vera hvít, með vasa og kraga.
Ég er sirka hálfnuð með skyrtuna mína og er að rembast við að halda áfram nema bara að það gengur mjög hægt. Næsta verkefni byrjaði strax á mánudeginum eftir á og það var líka svona heldur tímafrekt verkefni og ég gæti ekki verið glaðari að hafa kynnt það í dag og verið búin með það. Það verkefni var semsagt Deconstruction. Við áttum að breyta fötum og gera ný úr þeim. Ég á væntanlega engin föt hér úti sem mig langar að klippa og "skemma" svo ég þurfti að byrja á því að fara í second hand búð og kaupa nokkrar flíkur. Ég keypti 3 pils, eitt mjög stórt úr vínrauðum velour, annað var hvítt fínt efni og þriðja var stutt blátt pils úr teygju "galla" efni. Svo var ég með 1 svartan og 1 gráan stuttermabol.
Verkefni er búið og voru kynningarnar í dag. Vanalegast þegar kennarar segja að þú þurfir að vera með kynningu í 10 mín verða allir nemendur mjög stressaðir og vita ekkert hvað þau eiga að gera í 10 mín fyrir framan allan bekkin en þannig er það sko ekki hjá okkur. Það hafa allir svo ótrúlega mikið að segja um hvert og eitt verkefni. Allir vilja segja nákvæmnlega hvað þeir gerðu og sýna fram á hvað þeir hafa upp á að bjóða að það þarf oft að segja nemendunum að drífa sig áfram. Þetta væri að taka of langan tíma hjá okkur. Woops.
En kynningarnar gengu mjög vel og stelpurnar voru allar rosa góðar að hjálpa hvor annari að við það að vera módel fyrir hvor aðra.
Eftir skólann var bekknum boðið á tískusýningu sem við fórum nokkrar á. Ég fékk massa spennings hnút í magan að hugsa til þess að eftir rúmar 3 vikur verðum við stelpurnar að gera nákvæmnlega það sama nema út í parís. Ég kafna úr spenningi og hálfgerðu stressi. Rúmar 3 vikur í borttför og ég er farin að pæla í fatavali. Viðurkenni samt að það byrjaði fyrir örugglega 2 vikum.
HÉR getið þið farið beint inn í Deconstruction verkefnið annars er það komið í flipa uppi hjá hinum verkefnunum.
Ég setti líka inn umsögnina sem ég fékk fyrir Little black dress verkefnið í desember svo ef þið viljið kíkja á hana getið þið gert það HÉR.
Comments