JÓLAMARKAÐUR
- annalindpals
- Oct 23, 2015
- 1 min read
Skólinn heldur jólamarkað í Desember þar sem við getum verið með borð og selt vörur eftir okkur! Er mjög spennt fyrir þessu og ég ætla að föndra skartgripi og selja. Svo var ég líka að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að reyna að koma með eitthvað Íslenskt inn í eins og Lopapeysur þar sem ég stór efa að fleiri verði með svoleiðis! Skemmtileg leið til að koma okkur svona aðeins á framfæri og eignast smááá auka pening þar sem maður er fátækur námsmaður í öðru landi og getur ekki flúið til mömmu í mat! Svo gæti vel verið að ég muni setja hér inn skartgripi eftir mig til sölu. Set svo inn myndir seinna þegar ég er byrjuð að föndra almennilega. Á enn eftir að kaupa ýmsa hluti svo ég geti klárað.
Comments