APARTMENT VOL.2
- annalindpals
- Oct 25, 2015
- 1 min read
Í dag eru akkúrat 3 vikur í að við fáum íbúðina og ég gæti bara mögulega ekki verið spenntari. Yndislegt að fá að vera hjá frænda mínum hér en ég og risinn minn sofum í 90cm rúmmi og það er frekar þröngt sofið. Við búum eins og er í gömlu húsi þar sem brakar í gólfum og ískrar í hurðum og heyrist allt í gegnum veggi. Íbúðin sem við erum að flytja í er mikið nýrri með steinlögðu gólfi svo maður þarf ekki að læðast og breytast í mús ef maður þarf að pissa á næturnar eða kemur seint heim og útidyrahurð sem hrystir ekki allt húsið þegar maður lokar henni. Okei kannski smá ýkt þetta með hurðina en þið vitið hvað ég meina.
Að geta haft mitt eigið saumaborð verður topp næs. Það er bara eitthvað svo leiðinelgt að ganga frá vélinni þegar ég veit að ég er að fara að nota hana aftur daginn eftir. Það eru bara svo ótrúlega margar ástæður afhverju ég eiginlega bara get ekki beðið eftir að fá hina íbúðina að þetta blogg á eftir að enda sem 5 a4 síður svo ég skal bara stoppa hér. The bottom line is að ég er ótrúlega spennt, bara svona ef þið voruð ekki búin að ná því.
Commentaires