KEYS
- annalindpals
- Nov 8, 2015
- 1 min read
Fengum lykla að íbúðinni okkar í dag! Fáum að flytja inn á þriðjudag eða miðvikudag þar sem íbúðareigandinn er enn að mála og gera hana fína fyrir okkur. Í búðin er 48 m2 og með svefnlofti til að nýta plássið enn betur. Hún er eiginlega svona fullkomnlega stór. Það stór að við getum bæði haft okkar hluti en samt nógu og lítil að við þurfum ekkert svo mikið af húsgögnum. Íbúðin er fyrir utan Kaupmannahöfn eða svona 30 mín í lest, samt bara ein lest svo þetta er fínt. Er hvort sem er nú þegar í 20 mín í strætó á hverjum morgni til að komast í skólann svo þetta er ekki að fara að breyta neinu.
Eftir að við höfðum náð í lyklana fórum við í IKEA og völdum okkur rúm, skoðuðum svo hvaða nauðsynjar við þyrftum að kaupa úr búðinni og hvað við gætum keypt notað. Svo koma foreldrar Ödda til okkar eftir rúmar 2 vikur með ferðatösku fyrir mig sem mamma ætlar að pakka og senda mér meðal annars fína hluti í íbúðina. Fáið svo fleiri update þegar við erum að flytja hvernig allt gengur!
Comments